Varðandi mætingu:
Svo virðist sem að undanfarnar vikur hafi salurinn verið laus áður en tíminn okkar hefst kl.2210. Hinsvegar höfum við aldrei getað byrjað fyrr en kl.2220 vegna þess að við erum að mæta of seint. Huxanlega mætum við seint vegna þess að við höfum getað leyft okkur að spila lengur en tíminn okkar segir til um. En sá tími er liðinn. Við þurfum að takast á við raunveruleikann. Húsverðirnir eru farnir að mæta inn í sal um leið og bjallan glymur til að "fara út með ruslið". Enda er það ókurteisi að spila lengur þegar við fáum salinn á réttum tíma. Það er hinsvegar annað mál í þeim tilvikum þegar við þurfum að týna saman smástelpur sem fela sig undir bekkjum eftir handboltaleik. Þá er eðlilegt að við heimtum uppbótartíma í samræmi við viðhöfnina af smástúlknatýnslunni.
Hvernig takið þið í að mættir inn í sal kl.2200 og þá getum við haft góðar sparkandi 60 mínútur ?
Eigum við að láta reyna á þetta næsta þriðjudag, 2.desember?