Wednesday, 26 November 2008

MÆTING


Varðandi mætingu:

Svo virðist sem að undanfarnar vikur hafi salurinn verið laus áður en tíminn okkar hefst kl.2210. Hinsvegar höfum við aldrei getað byrjað fyrr en kl.2220 vegna þess að við erum að mæta of seint. Huxanlega mætum við seint vegna þess að við höfum getað leyft okkur að spila lengur en tíminn okkar segir til um. En sá tími er liðinn. Við þurfum að takast á við raunveruleikann. Húsverðirnir eru farnir að mæta inn í sal um leið og bjallan glymur til að "fara út með ruslið". Enda er það ókurteisi að spila lengur þegar við fáum salinn á réttum tíma. Það er hinsvegar annað mál í þeim tilvikum þegar við þurfum að týna saman smástelpur sem fela sig undir bekkjum eftir handboltaleik. Þá er eðlilegt að við heimtum uppbótartíma í samræmi við viðhöfnina af smástúlknatýnslunni.

Hvernig takið þið í að mættir inn í sal kl.2200 og þá getum við haft góðar sparkandi 60 mínútur ?

Eigum við að láta reyna á þetta næsta þriðjudag, 2.desember?

8 comments:

Anonymous said...

Líst vel á þessa pælingu með mætinguna, þá geta allir hjálpast til við að laga mörkin. Verð samt að spyrja Styrmir.... hvar er statsið??

Við erum ekki að biðja um lasershow, bara lítið einfalt excelskjal.

Styrmir Hansson said...

Excel-skjalið er fast í harðadisknum í fartölvunni minni sem er á verkstæði. Það verður komið uppfært og með laser um leið og krónan fer á flot.

Anonymous said...

Já ég er til í þetta, ef ég fæ að sjá stats, annars mæti ég kl: 22:22 inní sal næst. Show me stats or else!!!!

Styrmir Hansson said...

*Stats kemur um leið og EJS hefur sett nýtt skjákort og móðurborð í XPS M1330 RED fartölvuna mína.

**Gott að fá staðfestingu varðandi það hvort menn mæta fyrr eður ei.

***Fáranlegt ef við verðum allir nema Jarl tilbúnir kl.2200.

*VÞá hefur það enga þýðingu.

Unknown said...

Þetta er náttúrulega sví.virðileg árás á mína persónu.
Ég skal vera mættur kl. 21:50 ef Bjarni færir mörkin.

Anonymous said...

Ég er kominn með sigg á hendurnar er búinn að færa mörkin svo oft. Ég skal færa mörkin bara í leiknum þegar ég tek mína þrumufleyga.

Hvernig væri ef sá sem kemur síðastur í salinn færi mörkin í næsta bolta?

Styrmir Hansson said...

Þá verðum við fjórir mættir kl.2150. Aðrir eru augljóslega ekki að skoða síðuna og þar af leiðandi getum við skipt í tvö tveggja manna lið og spilað í 30min þangað til að hinir koma. Hvernig líst ykkur á t.d. Ég og Freymar?

Unknown said...

Það er solid.